Spurning um virka tvíkeppni eða samhæfða fákeppni 25. október 2006 00:01 Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík Axel segir að til staðar þurfi að vera ákveðin skilyrði á markaði til þess að fyrirtæki sem á honum starfa geti talist fara saman með markaðsráðandi stöðu. MYND/GVA "Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001. Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
"Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001.
Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira