Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um nærri 3,3 milljarða króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og stóð hagnaður í stað á milli ára. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins hagnaðist Storebrand um 11,7 milljarða króna fyrir skatta sem er um tíu prósenta aukning frá 2005.
Kaupþing er með tæplega átta prósenta hlut í Storebrand en ætla má að Íslendingar séu stórtækari en það.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu tæpum níutíu milljörðum á tímabilinu.
Storebrand starfrækir ekki einvörðungu hefðbundna bankastarfsemi heldur einnig líftryggingastarfsemi og eignastýringu. Af einstökum sviðum myndast stærstur hluti hagnaður af líftryggingum.