Fjölbreytt stemning á nýrri plötu 10. nóvember 2006 13:30 Hljómsveitin Í svörtum fötum er að gefa út sína fjórðu plötu. Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Hafþór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treystum okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumurinn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sólóplötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venjulega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember. Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Hafþór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treystum okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumurinn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sólóplötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venjulega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember.
Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira