Tómas og kó í Dómó 10. nóvember 2006 14:30 Tómas R Einarsson tónlistarmaður Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af sveit sinni saman og telur í á Dómó-barnum nýja, Þingholtsstræti 5. Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina þeir Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófónn, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar Guðjónsson gítar, Einar V. Scheving trommur og slagverk og Eyþór Gunnarsson kóngatrommur. Þetta kvöld verður bara hitun fyrir alvöruslag: Hljómsveitin heldur til Kúbu í næstu viku og mun halda þar seinni útgáfutónleika vegna geisladisksins, þeir fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Þar syðra munu piltarnir leika í tónleikahöllinni Casa de la Música. Þar bætast í hópinn fimm Kúbverjar, eyjarskeggjar sem leika á disknum. Þeirra á meðal er trompetleikarinn Daniel "El Gordo" Ramos og tresgítarleikarinn César Hechevarría. Ekki hefur heyrst að íslenskar ferðaskrifstofur hyggist notfæra sér tækifærið og fljúga förmum af hrollköldum Íslendingum þangað suður þar sem sólin skín og rommið er drukkið ómælt, en gaman væri að vera þar fluga á vegg. Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af sveit sinni saman og telur í á Dómó-barnum nýja, Þingholtsstræti 5. Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina þeir Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófónn, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar Guðjónsson gítar, Einar V. Scheving trommur og slagverk og Eyþór Gunnarsson kóngatrommur. Þetta kvöld verður bara hitun fyrir alvöruslag: Hljómsveitin heldur til Kúbu í næstu viku og mun halda þar seinni útgáfutónleika vegna geisladisksins, þeir fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Þar syðra munu piltarnir leika í tónleikahöllinni Casa de la Música. Þar bætast í hópinn fimm Kúbverjar, eyjarskeggjar sem leika á disknum. Þeirra á meðal er trompetleikarinn Daniel "El Gordo" Ramos og tresgítarleikarinn César Hechevarría. Ekki hefur heyrst að íslenskar ferðaskrifstofur hyggist notfæra sér tækifærið og fljúga förmum af hrollköldum Íslendingum þangað suður þar sem sólin skín og rommið er drukkið ómælt, en gaman væri að vera þar fluga á vegg.
Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira