Kaupa meira í HB Granda 17. nóvember 2006 06:30 Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra. Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra.
Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira