Sveiflan tekur völdin í Idol-Stjörnuleit 10. mars 2006 09:00 Klassísk sveiflulög verða í aðalhlutverki í sjöunda úrslitaþætti Idol-Stjörnuleitar - Big Band-þættinum - sem sýndur verður í beinni útsendingu frá Smáralind á Stöð 2 í kvöld, 10 mars. Sambærilegur úrslitaþáttur sló rækilega í gegn í síðustu Idol-Stjörnuleit og var það ekki hvað síst að þakka stórsveitinn sem lék undir. Það virtist hafa komið keppendum í rækilegt stuð því þeir léku við hvern sinn fingur. Má fastlega gera ráð fyrir að sama verði upp á teningnum á föstudagskvöldið þegar 19 félagar úr Stórsveit Reykjavíkur munu leika af sinni alkunnu snilld undir flutningi hinna sex Idol-keppenda sem eftir eru á klassískum sveiflulögum. Óhætt er að álykta að hér muni fyrst fyrir alvöru reyna á fjölhæfni keppenda enda sannarlega ekki á færi allra að syngja svona stór og mikil lög - svo vel sé. Einnig verður spennandi að sjá hvernig þessir efnilegu söngvarar standa sig þegar þeir syngja við lifandi undirleik því þá reynir á hversu færir þeir eru að koma fram með öðrum flytjendum, sem hluti af heild. Sú samstarfshæfni mun einmitt vega þungt í þáttunum sem eftir eru því búið er að ráða hljómsveitina Ísafold til að leika undir í þeim þáttunum sem eftir eru - að undanskildum Big Band-þættinum. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Snorri Snorrason Snorri 900 9001 sms í 1918 idol 1 Lag: Fly me to the moon Þekktasti flytjandi: Frank Sinatra Ragnheiður Sara Grímsdóttir Ragnheiður 900 9002 sms í 1918 idol 2 Lag: Georgia (On my mind) Þekktasti flytjandi: Ray Charles Ingólfur Þórarinsson Ingó 900 9003 sms í 1918 idol 3 Lag: Sway Þekktasti flytjandi: Dean Martin / Pérez Prado Ína Valgerður Pétursdóttir Ína 900 9004 sms í 1918 idol 4 Lag: Orange colored sky Þekktasti flytjandi: Nat King Cole Alexander Aron Guðbjartsson Alexander 900 9005 sms í 1918 idol 5 Lag: I've got you under my skin Þekktasti flytjandi: Frank Sinatra Bríet Sunna Valdemarsdóttir Bríet 900 9006 sms í 1918 idol 6 Lag: Fever Þekktasti flytjandi: Peggy Lee Idol Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira
Klassísk sveiflulög verða í aðalhlutverki í sjöunda úrslitaþætti Idol-Stjörnuleitar - Big Band-þættinum - sem sýndur verður í beinni útsendingu frá Smáralind á Stöð 2 í kvöld, 10 mars. Sambærilegur úrslitaþáttur sló rækilega í gegn í síðustu Idol-Stjörnuleit og var það ekki hvað síst að þakka stórsveitinn sem lék undir. Það virtist hafa komið keppendum í rækilegt stuð því þeir léku við hvern sinn fingur. Má fastlega gera ráð fyrir að sama verði upp á teningnum á föstudagskvöldið þegar 19 félagar úr Stórsveit Reykjavíkur munu leika af sinni alkunnu snilld undir flutningi hinna sex Idol-keppenda sem eftir eru á klassískum sveiflulögum. Óhætt er að álykta að hér muni fyrst fyrir alvöru reyna á fjölhæfni keppenda enda sannarlega ekki á færi allra að syngja svona stór og mikil lög - svo vel sé. Einnig verður spennandi að sjá hvernig þessir efnilegu söngvarar standa sig þegar þeir syngja við lifandi undirleik því þá reynir á hversu færir þeir eru að koma fram með öðrum flytjendum, sem hluti af heild. Sú samstarfshæfni mun einmitt vega þungt í þáttunum sem eftir eru því búið er að ráða hljómsveitina Ísafold til að leika undir í þeim þáttunum sem eftir eru - að undanskildum Big Band-þættinum. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Snorri Snorrason Snorri 900 9001 sms í 1918 idol 1 Lag: Fly me to the moon Þekktasti flytjandi: Frank Sinatra Ragnheiður Sara Grímsdóttir Ragnheiður 900 9002 sms í 1918 idol 2 Lag: Georgia (On my mind) Þekktasti flytjandi: Ray Charles Ingólfur Þórarinsson Ingó 900 9003 sms í 1918 idol 3 Lag: Sway Þekktasti flytjandi: Dean Martin / Pérez Prado Ína Valgerður Pétursdóttir Ína 900 9004 sms í 1918 idol 4 Lag: Orange colored sky Þekktasti flytjandi: Nat King Cole Alexander Aron Guðbjartsson Alexander 900 9005 sms í 1918 idol 5 Lag: I've got you under my skin Þekktasti flytjandi: Frank Sinatra Bríet Sunna Valdemarsdóttir Bríet 900 9006 sms í 1918 idol 6 Lag: Fever Þekktasti flytjandi: Peggy Lee
Idol Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira