Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð.
Atkvæði féllu þannig að 7 af 8 nefndarmönnum voru fylgjandi óbreyttum stýrivöxtum. Einn nefndarmanna, David Walton, var fylgjandi hækkun stýrivaxta um 25 punkta en þetta er í annað sinn í röð sem hann kaus á þann veg. Hann segist uggandi yfir verðbólguhækkunum.
Sérfræðingar segja hækkun á eldsneyti og raforkuverði hafa skammtímaáhrif á verðlag í Bretlandi og hafi síðasta verðbólguspá verið í takt við væntingar.