Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri 6. júlí 2006 17:15 Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri eru þriggja daga hátíð sem helguð er klassískri tónlist. Kammertónleikarnir hafa öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands og þar hafa margir bestu tónlistarmenn landsins komið fram.eru þriggja daga hátíð sem helguð er klassískri tónlist. Kammertónleikarnir hafa öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands og þar hafa margir bestu tónlistarmenn landsins komið fram. Undanfarin fimmtán ár hefur frumkvöðull hátíðarinnar Edda Erlendsdóttir píanóleikari annast listræna stjórnun hennar. Hún hefur nú kosið að draga sig í hlé og í ár er listrænn stjórnandi hátíðarinnar hin unga mezzósópransöngkona Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Hún hefur fengið til liðs við sig úrval ungra tónlistarmanna, þau Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara, Eyjólf Eyjólfsson tenórsöngvara, Stefán Jón Bernharðsson hornleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Francisco Javier Jáuregui gítarleikara. Á efnisskrám tónleikanna er mikið og fjölbreytt úrval kammertónlistar, sem tónlistarmennirnir flytja bæði sem einleikarar og í samleik. Þau munu öll koma fram á öllum tónleikunum þremur. Af tónskáldum má nefna Dowland, Schubert, Brahms, Grieg, Chopin, Ravel, Tarragó, Bartók, Montsalvatge, Ligeti, Piazzolla og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir verða haldnir föstudaginn 11. ágúst kl. 21:00, laugardaginn 12. ágúst kl. 17:00 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 15:00. Hægt er að panta miða á tónleikana í Upplýsingamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri í síma 487 4620. Miðaverð á staka tónleika er 2.000 kr., en 4.500 kr. ef keypt er á alla tónleikana í einu. Ellilífeyrisþegar njóta afsláttar og börn undir 12 ára aldri fá ókeypis aðgang. Menningarmálanefnd Skaftárhrepps hefur veg og vanda af Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Tónleikasalurinn fyllist fljótt og vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs til að njóta þar bæði náttúru og tónlistarfegurðar undir lok sumarsins. Lífið Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri eru þriggja daga hátíð sem helguð er klassískri tónlist. Kammertónleikarnir hafa öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands og þar hafa margir bestu tónlistarmenn landsins komið fram.eru þriggja daga hátíð sem helguð er klassískri tónlist. Kammertónleikarnir hafa öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands og þar hafa margir bestu tónlistarmenn landsins komið fram. Undanfarin fimmtán ár hefur frumkvöðull hátíðarinnar Edda Erlendsdóttir píanóleikari annast listræna stjórnun hennar. Hún hefur nú kosið að draga sig í hlé og í ár er listrænn stjórnandi hátíðarinnar hin unga mezzósópransöngkona Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Hún hefur fengið til liðs við sig úrval ungra tónlistarmanna, þau Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara, Eyjólf Eyjólfsson tenórsöngvara, Stefán Jón Bernharðsson hornleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Francisco Javier Jáuregui gítarleikara. Á efnisskrám tónleikanna er mikið og fjölbreytt úrval kammertónlistar, sem tónlistarmennirnir flytja bæði sem einleikarar og í samleik. Þau munu öll koma fram á öllum tónleikunum þremur. Af tónskáldum má nefna Dowland, Schubert, Brahms, Grieg, Chopin, Ravel, Tarragó, Bartók, Montsalvatge, Ligeti, Piazzolla og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir verða haldnir föstudaginn 11. ágúst kl. 21:00, laugardaginn 12. ágúst kl. 17:00 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 15:00. Hægt er að panta miða á tónleikana í Upplýsingamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri í síma 487 4620. Miðaverð á staka tónleika er 2.000 kr., en 4.500 kr. ef keypt er á alla tónleikana í einu. Ellilífeyrisþegar njóta afsláttar og börn undir 12 ára aldri fá ókeypis aðgang. Menningarmálanefnd Skaftárhrepps hefur veg og vanda af Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Tónleikasalurinn fyllist fljótt og vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs til að njóta þar bæði náttúru og tónlistarfegurðar undir lok sumarsins.
Lífið Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira