Gæta friðar í Líbanon 16. ágúst 2006 22:17 Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakka, sagðist vona að sem flest Evrópuríki og ríki múslima taki þátt í að styrkja það gæslulið, UNIFIL sem er fyrir í Líbanon. Frakkar stýri UNIFIL og séu reiðubúnir til að halda því áfram fram í febrúar. Utanríkisráðherrar nokkurra ríkja komu til Beirút í dag til að ræða samsetningu liðsins sem myndi fyrst telja þrettán þúsund manns en síðan myndu tvö þúsund liðsmenn bætast í hópinn. Ríki á borð við Frinnland, Malasíu og Marokkó hafa boðist til að senda menn á vettvang. Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti líbönsku ríkisstjórnina í dag til að hraða flutningum á fimmtán þúsund manna liði sínu til suðurhluta landsins svo Ísraelsher geti tygjað sig aftur yfir landamærin. Hizbollah-samtökin segjast staðráðin í að sýna friðargæslum Sameinuðu þjóðanna og Líbana samvinnu og fagna auknum liðsstyrk í Suður-Líbanon. Það er talið til marks um að samtökin séu alls ekki á þeim buxum að afvopnast, eins og fyrri ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða þó á um, heldur ætli þau í besta falli að setja vígbúnað sinn í geymslur. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, átti í dag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þar sagði hún Hizbollah-skæruliða þegar hafa bortið gegn vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki verið búið að láta tvo ísraelska hermenn lausa en ránið á þeim varð kveikjan að árás Ísraela. Skip, sem flutti flutnignabílar hlaðnir hjálpargögnum frá Sameinuðu þjóðunum, lagðist að bryggju í hafnarborginni Týrus í Suður-Líbanon. Þetta eru fyrstu hjálpargögn sem berast til borgarinnar síðan vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah tók gildi. Lagt er hart á að flytja hjálpargögn sem fyrst til stríðshrjáðra nú þegar búið er að stilla til friðar. Íbúar átakanasvæðanna streyma nú úr öllum áttum aftur til síns heima. Sumir hafa þó einungis fundið rústir þar sem áður stóðu heimili þeirra og því er ekki um annað að velja en að búa í tjöldum. Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakka, sagðist vona að sem flest Evrópuríki og ríki múslima taki þátt í að styrkja það gæslulið, UNIFIL sem er fyrir í Líbanon. Frakkar stýri UNIFIL og séu reiðubúnir til að halda því áfram fram í febrúar. Utanríkisráðherrar nokkurra ríkja komu til Beirút í dag til að ræða samsetningu liðsins sem myndi fyrst telja þrettán þúsund manns en síðan myndu tvö þúsund liðsmenn bætast í hópinn. Ríki á borð við Frinnland, Malasíu og Marokkó hafa boðist til að senda menn á vettvang. Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti líbönsku ríkisstjórnina í dag til að hraða flutningum á fimmtán þúsund manna liði sínu til suðurhluta landsins svo Ísraelsher geti tygjað sig aftur yfir landamærin. Hizbollah-samtökin segjast staðráðin í að sýna friðargæslum Sameinuðu þjóðanna og Líbana samvinnu og fagna auknum liðsstyrk í Suður-Líbanon. Það er talið til marks um að samtökin séu alls ekki á þeim buxum að afvopnast, eins og fyrri ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða þó á um, heldur ætli þau í besta falli að setja vígbúnað sinn í geymslur. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, átti í dag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þar sagði hún Hizbollah-skæruliða þegar hafa bortið gegn vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki verið búið að láta tvo ísraelska hermenn lausa en ránið á þeim varð kveikjan að árás Ísraela. Skip, sem flutti flutnignabílar hlaðnir hjálpargögnum frá Sameinuðu þjóðunum, lagðist að bryggju í hafnarborginni Týrus í Suður-Líbanon. Þetta eru fyrstu hjálpargögn sem berast til borgarinnar síðan vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah tók gildi. Lagt er hart á að flytja hjálpargögn sem fyrst til stríðshrjáðra nú þegar búið er að stilla til friðar. Íbúar átakanasvæðanna streyma nú úr öllum áttum aftur til síns heima. Sumir hafa þó einungis fundið rústir þar sem áður stóðu heimili þeirra og því er ekki um annað að velja en að búa í tjöldum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira