Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent 26. október 2006 09:20 Landsbanki Íslands. Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira