Böðullinn er hættur við að hætta 28. nóvember 2006 20:30 Böðullinn ætlar að bæta einni rós í hnappagatið áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna NordicPhotos/GettyImages "Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira