Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið 14. maí 2007 07:00 Sveinbjörn Thorarensen hefur samið nýtt auglýsingastef fyrir Ríkisútvarpið. „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“ Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira