Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert 22. maí 2007 10:15 Stefán Hjörleifsson segir Tónlist.is hafa gengið frá öllum skuldbindingum við tónlistarmenn. „Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira