Led Zeppelin íhugar endurkomu 27. júní 2007 06:45 Rokkararnir útiloka ekki tónleikaferðalag. Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones hafa allir tekið vel í hugmyndina, að sögn heimildarmanna breskra fjölmiðla, en með þeim í sveitinni yrði trommuleikarinn Jason Bonham, sonur upprunalegs trommuleikara Zeppelin, Johns Bonham. Ef af endurkomunni verður mun þetta verða í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár sem allir eftirlifandi meðlimir sveitarinnar spila saman undir nafni Led Zeppelin, en síðustu opinberu tónleikar sveitarinnar voru á Live Aid-tónleikunum árið 1985. Síðan þá hafa Page og Plant unnið að ýmsum verkefnum saman, auk þess sem sá síðarnefndi hefur komið fram undir eigin nafni og spilað lög Led Zeppelin. Ef minningartónleikar Ertgun ganga vel er ekki útilokað að hljómsveitin fari í tónleikaferðalag um heiminn. „Ef þeim verður vel tekið er nánast öruggt að farið verður í tónleikaferðalag,“ sagði einn heimildarmanna. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones hafa allir tekið vel í hugmyndina, að sögn heimildarmanna breskra fjölmiðla, en með þeim í sveitinni yrði trommuleikarinn Jason Bonham, sonur upprunalegs trommuleikara Zeppelin, Johns Bonham. Ef af endurkomunni verður mun þetta verða í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár sem allir eftirlifandi meðlimir sveitarinnar spila saman undir nafni Led Zeppelin, en síðustu opinberu tónleikar sveitarinnar voru á Live Aid-tónleikunum árið 1985. Síðan þá hafa Page og Plant unnið að ýmsum verkefnum saman, auk þess sem sá síðarnefndi hefur komið fram undir eigin nafni og spilað lög Led Zeppelin. Ef minningartónleikar Ertgun ganga vel er ekki útilokað að hljómsveitin fari í tónleikaferðalag um heiminn. „Ef þeim verður vel tekið er nánast öruggt að farið verður í tónleikaferðalag,“ sagði einn heimildarmanna.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira