Tvöfaldur sigur McLaren 8. apríl 2007 12:03 Fernando Alonso og Lewis Hamilton fagna sigri sínum í Malasíu í morgun. MYND/Getty Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig. Formúla Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig.
Formúla Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira