Búist við deilum á G8 fundi Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 12:15 Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. Fundurinn - sem stendur fram á föstudag - er haldinn í strandbænum Heiligendamm nærri borginni Rostock í austurhluta Þýskalands. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð og ferðir að fundarstaðnum mjög takmarkaðar. Sextán þúsund lögreglumenn gæta tignu gestanna sem til fundarins koma og hefur nærri þriggja metra há og tólf kílómetra löng girðing verið reist til að varna mótmælendum aðkomu. Óttast er að hávær og jafnvel ofbeldisfull mótmæli verði í Rostock í dag og næstu daga, líkt og um síðustu helgi. Andstæðingar alþjóðavæðingar láti þar í sér heyra. Þeir byrjuðu að safnast saman nærri Heiligendamm í morgun og fór allt friðsamlega fram. Meðal helstu mála sem rædd verða á fundi iðríkjanna eru loftlagsbreytingar en ríki Evrópusambandsins hafa þrýst á um nýjan alþjóðasamning um losun gróðurhúsalofttegunda sem getið leyst Kyoto-bókunina af hólmi. Bandaríkjamenn hafa neitað að setja mælanleg takmörk eða tímamörk en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun á fundinum leggja áherslu á samþykkt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur fimmtíu prósentum frá mælingu 1990 fyrir árið 2050. Bush Bandaríkjaforseti kynnti sína áætlun í síðustu viku sem felur í sér niðurskurð sem verði markaður á næstu eina og hálfa árinu. Þá er mjög líklegt að deilur vegna eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi setji svip sinn á fundinn. Valdímír Pútín, forseti Rússlands, hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. Fundurinn - sem stendur fram á föstudag - er haldinn í strandbænum Heiligendamm nærri borginni Rostock í austurhluta Þýskalands. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð og ferðir að fundarstaðnum mjög takmarkaðar. Sextán þúsund lögreglumenn gæta tignu gestanna sem til fundarins koma og hefur nærri þriggja metra há og tólf kílómetra löng girðing verið reist til að varna mótmælendum aðkomu. Óttast er að hávær og jafnvel ofbeldisfull mótmæli verði í Rostock í dag og næstu daga, líkt og um síðustu helgi. Andstæðingar alþjóðavæðingar láti þar í sér heyra. Þeir byrjuðu að safnast saman nærri Heiligendamm í morgun og fór allt friðsamlega fram. Meðal helstu mála sem rædd verða á fundi iðríkjanna eru loftlagsbreytingar en ríki Evrópusambandsins hafa þrýst á um nýjan alþjóðasamning um losun gróðurhúsalofttegunda sem getið leyst Kyoto-bókunina af hólmi. Bandaríkjamenn hafa neitað að setja mælanleg takmörk eða tímamörk en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun á fundinum leggja áherslu á samþykkt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur fimmtíu prósentum frá mælingu 1990 fyrir árið 2050. Bush Bandaríkjaforseti kynnti sína áætlun í síðustu viku sem felur í sér niðurskurð sem verði markaður á næstu eina og hálfa árinu. Þá er mjög líklegt að deilur vegna eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi setji svip sinn á fundinn. Valdímír Pútín, forseti Rússlands, hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira