Sveiflukenndur dagur á Wall Street 21. ágúst 2007 21:12 Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/ AFP Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira