Hræringar á Wall Street 30. ágúst 2007 14:38 Hamagangur á Wall Street. Gengi bréfa í bandarískum fjármálafyrirtækjum lækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag eftir að gert var ráð fyrir minni hagnaði þeirra á árinu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Gengi bréfa í bandarísku bönkunum Goldman Sachs, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Sterns lækkaði við opnun viðskipta á hlutabréfamörkuðum vestra eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers Holdings birti uppfærða afkomuspá sína fyrir árið en þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans muni dragast saman á árinu vegna samdráttarins í Bandaríkjunum. Þá lækkaði sömuleiðis gengi bréfa í verslanakeðjurisanum Wal-Mart eftir að Merrill Lynch mælti með því í nýju verðmati sínu að fjárfestar seldu bréf sín í félaginu. Vísitölurnar hafa sveiflast nokkuð og gætir því enn nokkurs taugatitrings í röðum fjárfesta, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og S&P-vísitalan um 9,29 prósent. Hins vegar hefur Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,36 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Gengi bréfa í bandarísku bönkunum Goldman Sachs, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Sterns lækkaði við opnun viðskipta á hlutabréfamörkuðum vestra eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers Holdings birti uppfærða afkomuspá sína fyrir árið en þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans muni dragast saman á árinu vegna samdráttarins í Bandaríkjunum. Þá lækkaði sömuleiðis gengi bréfa í verslanakeðjurisanum Wal-Mart eftir að Merrill Lynch mælti með því í nýju verðmati sínu að fjárfestar seldu bréf sín í félaginu. Vísitölurnar hafa sveiflast nokkuð og gætir því enn nokkurs taugatitrings í röðum fjárfesta, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og S&P-vísitalan um 9,29 prósent. Hins vegar hefur Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,36 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira