Króginn er þeirra Jón Kaldal skrifar 16. október 2007 11:35 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun