Raikkönen hissa á akstursmáta McLaren manna 15. október 2008 15:10 Kimi Raikkönen var ekki hrifinn af akstursmáta McLaren ökumannanna á Fuji brautinni og Hamilton var refsað fyrir aðafarir sínar í fyrstu beygju. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen segir að Ferrari stefni á fyrsta og annað sætið í Formúlu 1 mótinu í Kína um helgina. Þá kveðst hann hissa á því hvernig McLaren fóru að í fyrsta hring í síðustu keppni. "Ég vet ekk alveg hvað ökumennirnir fyrir aftan mig voru að hugsa. Þeir bremsuðu svo seint að það fór allt í eina kös og engin komst eðlilega í gegnum fyrstu beygjuna. Aðfarir McLaren ökumannanna kostuðu mig hugsanlegan sigur" sagði Raikkönen um mótið í Japan um síðustu helgi. "Ef ég hefði komist klakklaust gegnum fyrstu beygju, þá var ég á góðri leið að sigri í mótinu. Þess í stað var ég fastur fyrir aftan hægfæra bíla til að byrja með, en náði þó þriðja sætinu í lokin", sagði Raikkönen. Þar með var Raikkönen úr leik um meistaratitilinn, en Hamilton, Felipe Massa og Robert Kubica eiga allir möguleika á titilinum. Hamilton getur orðið meistari um helgina ef hann fær sex stigum meira en Massa. "Ég gaf allt mitt í titilbaráttuna og mun gera það á næsta ári. Ég veit hvernig á að verða meistari, en eftir mótið á Spa kólnuðu vonir mínar um að halda titilinum", sagði Raikkönen. Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen segir að Ferrari stefni á fyrsta og annað sætið í Formúlu 1 mótinu í Kína um helgina. Þá kveðst hann hissa á því hvernig McLaren fóru að í fyrsta hring í síðustu keppni. "Ég vet ekk alveg hvað ökumennirnir fyrir aftan mig voru að hugsa. Þeir bremsuðu svo seint að það fór allt í eina kös og engin komst eðlilega í gegnum fyrstu beygjuna. Aðfarir McLaren ökumannanna kostuðu mig hugsanlegan sigur" sagði Raikkönen um mótið í Japan um síðustu helgi. "Ef ég hefði komist klakklaust gegnum fyrstu beygju, þá var ég á góðri leið að sigri í mótinu. Þess í stað var ég fastur fyrir aftan hægfæra bíla til að byrja með, en náði þó þriðja sætinu í lokin", sagði Raikkönen. Þar með var Raikkönen úr leik um meistaratitilinn, en Hamilton, Felipe Massa og Robert Kubica eiga allir möguleika á titilinum. Hamilton getur orðið meistari um helgina ef hann fær sex stigum meira en Massa. "Ég gaf allt mitt í titilbaráttuna og mun gera það á næsta ári. Ég veit hvernig á að verða meistari, en eftir mótið á Spa kólnuðu vonir mínar um að halda titilinum", sagði Raikkönen.
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira