Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum bandaríska seðlabankans, hefur sagt upp hjá bankanum og ætlar að snúa sér að kennslustörfum á ný í vetur. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir tveimur árum.
Hann hefur þegar afhent uppsagnarbréf sitt og hyggst snúa aftur til starfa við Columbia-háskóla, að sögn fréttastofu Reuters sem vitnar til heimildarmanns nátengdum bankastjóranum.
Mishkin var prófessor í hagfræði við skólann áður en hann settist í stól seðlabankastjóra vestanhafs. Í síðustu bankakreppu hér á landi á vordögum 2006 skrifaði hann skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt dr. Tryggva Þór Herbertssyni, þá forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi er nú forstjóri Askar Capital.
Mishkin seðlabankastjóri segir upp

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent