Fullkomið jafnrétti? Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 "Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun