ESB íhugar lögsókn gegn Rússum og Úkraníumönnum 14. janúar 2009 12:31 Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna. Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skapa íslenska sundstemningu í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira
Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna.
Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skapa íslenska sundstemningu í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira