Danskir fjársvikarar stunda iðju sína úr fangaklefunum 6. janúar 2009 13:12 Dómar og fangelsisvist stöðva ekki danska fjársvikara við að halda áfram iðju sinni. Þeir halda fjársvikunum áfram úr fangaklefum sínum segir í frétt um málið í blaðinu Berlinske Tidende. Dæmi er tekið af einum alræmdasta fjársvikaranum, Korsör-lögmanninum Poul Fischer sem nú dvelur í Venstre fangelsinu. Sérgrein Fischer er að stofna skúffufélög sem síðan kaupa önnur félög í rekstri með lánum sem hafa veð í hinu keypta félagi. Síðan tæmir hann öll verðmæti úr hinu keypta félagi og lánadrottnar standa uppi með einungis nafn félagsins í höndunum. Fischer náði að stofna skúffufélag í fangaklefa sínum og með því að nota gat í fyrirtækjalöggjöfinni tókst honum að stofna röð af félögum utan Danmerkur á vegum skúffufélags síns. Í þeim kallar hann sig svo forstjóra undir nýju nafni þótt honum hafi með dómi verið bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri um langt skeið. Og síðan hófst veislan hjá Fischer á ný. Berlinske segir að samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum er Fischer langt frá því að vera eini fanginn sem heldur áfram efnahagsglæpum sínum þótt hann sitji bak við lás og slá. Og það ergir skattyfirvöld að þau geta ekkert gert við þessum glæpum fanganna fyrr en skaðinn af starfsemi þeirra lítur dagsins ljós. Kim Andersen einn af þingmönnum Venstreflokksins segir að þetta sé algerlega óhæft og hann ætlar að taka málið upp við Brian Mikkelsen dómsmálaráðherra Dana. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Dómar og fangelsisvist stöðva ekki danska fjársvikara við að halda áfram iðju sinni. Þeir halda fjársvikunum áfram úr fangaklefum sínum segir í frétt um málið í blaðinu Berlinske Tidende. Dæmi er tekið af einum alræmdasta fjársvikaranum, Korsör-lögmanninum Poul Fischer sem nú dvelur í Venstre fangelsinu. Sérgrein Fischer er að stofna skúffufélög sem síðan kaupa önnur félög í rekstri með lánum sem hafa veð í hinu keypta félagi. Síðan tæmir hann öll verðmæti úr hinu keypta félagi og lánadrottnar standa uppi með einungis nafn félagsins í höndunum. Fischer náði að stofna skúffufélag í fangaklefa sínum og með því að nota gat í fyrirtækjalöggjöfinni tókst honum að stofna röð af félögum utan Danmerkur á vegum skúffufélags síns. Í þeim kallar hann sig svo forstjóra undir nýju nafni þótt honum hafi með dómi verið bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri um langt skeið. Og síðan hófst veislan hjá Fischer á ný. Berlinske segir að samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum er Fischer langt frá því að vera eini fanginn sem heldur áfram efnahagsglæpum sínum þótt hann sitji bak við lás og slá. Og það ergir skattyfirvöld að þau geta ekkert gert við þessum glæpum fanganna fyrr en skaðinn af starfsemi þeirra lítur dagsins ljós. Kim Andersen einn af þingmönnum Venstreflokksins segir að þetta sé algerlega óhæft og hann ætlar að taka málið upp við Brian Mikkelsen dómsmálaráðherra Dana.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira