Formenn og foringjar Jón Kaldal skrifar 17. september 2009 06:00 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun