Miklar breytingar á Formúlu 1 5. mars 2009 13:51 Luca Montezemolo forseti Ferrari tjáir sig um breytingarnar sem hann vill sjá á Formúlu 1 á næstunni. Mynd: AFP Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira