Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands 23. janúar 2009 10:56 „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira