Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr..
Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni.
Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni.
Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt.
En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel.
Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag.