Forstjóri Ferrari: Nóg komið af hræsni í umræðu um liðsskipanir 27. júlí 2010 08:13 Luca Montezemolo , forstjóri Ferrari og Stefando Domenicali sem er framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Ferrrari. Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo. Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo.
Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira