Webber og Vettel frjálst að keppa innbyrðis um titilinn 11. nóvember 2010 18:47 Mark Webber og Sebastian Vettel voru í fyrsta og öðru sæti í síðustu keppni á Red Bull og tryggðu liði sínu meistaratitil bílasmiða. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. "Það er í forgangi hjá okkur að ökumenn taki á öllu sem þeir eiga. Við höfum landað meistaratitli bílasmiða og það væri frábært að ná titli ökumanna líka. Það skiptir okkur ekki máli hvor þeirra verður meistari. Þeir eiga báðir titilinn skilinn", sagði Horner í frétt á autosport.com. Webber er 8 stigum á eftir Alonso, sem er efstur í stigamótinu, en Vettel er 15 stigum á eftir. "Ég held að það myndi ekki skipta máli þó við segðum þeim að keppa ekki gegn hvor öðrum, sem við munum ekki gera. Þeir vita að þeir þurfa að komast á leiðarenda, því Alonso er með fleiri stig, en þeir myndu slást hvort sem er." "Við erum í þeirri stöðu að tveir ökumenn geta orðið meistarar og Mark er í betri stöðu, en báðir geta þeir landað titlinum. Við munum styðja þá jafnt og markmið beggja er að vinna mótið." "Við getum ekki stjórnað því hvað keppinautar okkar gera, en markmið beggja okkar er að vinna mótið. Ef í ljós kemur að annar getur ekki unnið mótið og getur hjálpað hinum, þá væri það hans val. Ég geri ráð fyrir að báðir ökumenn viti að þeir aka fyrir gott lið og spila með liðinu og munu liðsinna hvor öðrum ef sú staða kemur upp", sagði Horner. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. "Það er í forgangi hjá okkur að ökumenn taki á öllu sem þeir eiga. Við höfum landað meistaratitli bílasmiða og það væri frábært að ná titli ökumanna líka. Það skiptir okkur ekki máli hvor þeirra verður meistari. Þeir eiga báðir titilinn skilinn", sagði Horner í frétt á autosport.com. Webber er 8 stigum á eftir Alonso, sem er efstur í stigamótinu, en Vettel er 15 stigum á eftir. "Ég held að það myndi ekki skipta máli þó við segðum þeim að keppa ekki gegn hvor öðrum, sem við munum ekki gera. Þeir vita að þeir þurfa að komast á leiðarenda, því Alonso er með fleiri stig, en þeir myndu slást hvort sem er." "Við erum í þeirri stöðu að tveir ökumenn geta orðið meistarar og Mark er í betri stöðu, en báðir geta þeir landað titlinum. Við munum styðja þá jafnt og markmið beggja er að vinna mótið." "Við getum ekki stjórnað því hvað keppinautar okkar gera, en markmið beggja okkar er að vinna mótið. Ef í ljós kemur að annar getur ekki unnið mótið og getur hjálpað hinum, þá væri það hans val. Ég geri ráð fyrir að báðir ökumenn viti að þeir aka fyrir gott lið og spila með liðinu og munu liðsinna hvor öðrum ef sú staða kemur upp", sagði Horner.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira