Kubica ánægður með árangurinn 12. apríl 2010 13:47 Kubica hefur komist einu sinni á verðlaunapall á árinu og er sjötti í stigamótinu með Renault. Mynd: Getty Images Robert Kubica hjá Renault hefur halað inn 30 stig í stigamóti ökumanna í tveimur mótum og hefur komið hvað mest á óvart í meistaramótinu í Formúlu 1. Renault er til alls líklegt og stefnir á að skáka Mercedes, sem talið er fjórða besta liðið þessa dagana. Kubica varð í fjórða sæti í síðustu keppni og Renault liðið virðist koma vel undan vetri. "Ef mér hefði verið boðið fjórða sætið fyrir keppnia, þá hefði ég þegið það með þökkum. Við tókum réttar ákvarðnir í tímatökunni og mátum aðstæður og veðrið rétt, sem gerði gæfumuninn. Það er góður árangur að ná 30 stigum í tveimur mótum", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Mótið í Sjanghæ um næstu helgi er ekki í uppáhaldi hjá Kubica, en hann segir það samt jafn mikilvægt og önnur mót. "Brautin er áhugaverð, þar sem beygjurnar eru óvenjulegar, eins og fyrsta beygjan sem er næstum því eins og heilhringur í laginu. Hún er tæknilega erfið. Brautin er svipuð og Sepang, með lág og háhraða beygjum, þannig að við ættum að vera samkeppnisfærir. Þá verða enn nýir hlutir í bílnum, sem ættu að bæta hann." "Við vitum að bíll okkar er ekki sá fljótasti, en við höfum tekið góðar ákvarðanir hvað keppnisáætlanir varðar og ég tel að við eigum árangurinn skilinn. Red Bull, McLaren og Ferrari eru toppliðin og við erum rétt á eftir Mercedes. Svo koma Force India, Williams og Torro Rosso. Þetta er þéttur hópur og við verðum að halda okkur við efnið, til að halda þeim fyrir aftan", sagði Kubica. Kubica vottaði í dag á f1.com löndum sínum í Póllandi samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn þar sem 95 Pólverjar létust, m.a. forseti landsins Lech Kacynski og kona hans. Hann sagði slysið miikið áfall fyrir þjóð sína. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Robert Kubica hjá Renault hefur halað inn 30 stig í stigamóti ökumanna í tveimur mótum og hefur komið hvað mest á óvart í meistaramótinu í Formúlu 1. Renault er til alls líklegt og stefnir á að skáka Mercedes, sem talið er fjórða besta liðið þessa dagana. Kubica varð í fjórða sæti í síðustu keppni og Renault liðið virðist koma vel undan vetri. "Ef mér hefði verið boðið fjórða sætið fyrir keppnia, þá hefði ég þegið það með þökkum. Við tókum réttar ákvarðnir í tímatökunni og mátum aðstæður og veðrið rétt, sem gerði gæfumuninn. Það er góður árangur að ná 30 stigum í tveimur mótum", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Mótið í Sjanghæ um næstu helgi er ekki í uppáhaldi hjá Kubica, en hann segir það samt jafn mikilvægt og önnur mót. "Brautin er áhugaverð, þar sem beygjurnar eru óvenjulegar, eins og fyrsta beygjan sem er næstum því eins og heilhringur í laginu. Hún er tæknilega erfið. Brautin er svipuð og Sepang, með lág og háhraða beygjum, þannig að við ættum að vera samkeppnisfærir. Þá verða enn nýir hlutir í bílnum, sem ættu að bæta hann." "Við vitum að bíll okkar er ekki sá fljótasti, en við höfum tekið góðar ákvarðanir hvað keppnisáætlanir varðar og ég tel að við eigum árangurinn skilinn. Red Bull, McLaren og Ferrari eru toppliðin og við erum rétt á eftir Mercedes. Svo koma Force India, Williams og Torro Rosso. Þetta er þéttur hópur og við verðum að halda okkur við efnið, til að halda þeim fyrir aftan", sagði Kubica. Kubica vottaði í dag á f1.com löndum sínum í Póllandi samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn þar sem 95 Pólverjar létust, m.a. forseti landsins Lech Kacynski og kona hans. Hann sagði slysið miikið áfall fyrir þjóð sína.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira