Massa ekki sáttur við frammistöðuna 11. maí 2010 09:30 Felipe Massa og Michael Schumacher ræða málin í Barcelona. Þeir störfuðu saman hjá Ferrari á sínum tíma. Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. "Vitanlega er ég ekki ánægður af því ég var 110% ánægður með bílinn í vetur og hvernig ég var að keyra og svo var ég 120% ánægður í fyrsta mótinu og við stóðum okkur vel í tímatökum og keppninni. En eftir að við fengu harðari dekk í næstu fjórum mótum, þá hef ég verið í vandræðum", sagði Massa í frétt á autosport.com. "Ég hef ekki getað notað dekkin þegar þau eru ný og þarf að finna út úr þessu og skilja. Ég er ekki á þeim hraða sem ég þarf að vera og verð að leysa vandamálið," sagði Massa. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið verði að gæta þess að Massa líði vel undir stýri. "Ég held að það hafi ekki verið upp á teningnum um helgina, því Massa fór að kvarta undan gripleysi frá fyrsta degi. Það hefur ekki gerst áður og Fernando var líka á sömu nótunum." "Við verðum að skoða hvað hægt er að gera varðandi bíl Massa. Kannski þarf að skoða uppsetningu bílsins og niðurtog, því hann er öflugur þegar bíllinn er í lagi", sagði Domenicali um málið í viðtali við BBC. Ferrari, Massa og Alonso keppa í Mónakó um næstu helgi, þannig að stutt er á milli móta að þessu sinni. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. "Vitanlega er ég ekki ánægður af því ég var 110% ánægður með bílinn í vetur og hvernig ég var að keyra og svo var ég 120% ánægður í fyrsta mótinu og við stóðum okkur vel í tímatökum og keppninni. En eftir að við fengu harðari dekk í næstu fjórum mótum, þá hef ég verið í vandræðum", sagði Massa í frétt á autosport.com. "Ég hef ekki getað notað dekkin þegar þau eru ný og þarf að finna út úr þessu og skilja. Ég er ekki á þeim hraða sem ég þarf að vera og verð að leysa vandamálið," sagði Massa. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið verði að gæta þess að Massa líði vel undir stýri. "Ég held að það hafi ekki verið upp á teningnum um helgina, því Massa fór að kvarta undan gripleysi frá fyrsta degi. Það hefur ekki gerst áður og Fernando var líka á sömu nótunum." "Við verðum að skoða hvað hægt er að gera varðandi bíl Massa. Kannski þarf að skoða uppsetningu bílsins og niðurtog, því hann er öflugur þegar bíllinn er í lagi", sagði Domenicali um málið í viðtali við BBC. Ferrari, Massa og Alonso keppa í Mónakó um næstu helgi, þannig að stutt er á milli móta að þessu sinni.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira