Red Bull, Vettel og Webber sættast 3. júní 2010 14:37 Vettel og Webber eru sáttir eftir að hafa rætt málin í bækistöð Red Bull í dag. Mynd: Getty Images Red Bull liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að sátt sé á milli Mark Webber og Sebastian Vettel og atvikið í tyrkneska kappakstrinum sé nú að baki. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull, Adrian Newey, hönnuður og Helmut Marko, sem er ráðgjafi hjá liðinu hittu Mark Webber og Sebastian Vettel í dag í bækistöð liðsins. Rætt var um áreksturinn á milli Webber og Vettels sem kostaði liðið mögulegan sigur í mótinu. Þeir vo´ru í fyrsta og öðru sæti þegar þeir skullu saman, er Vettel reyndi framúrakstur. "Þetta var jákvæður fundur sem bindur endi á málið sem varð í 4o hring í tyrkneska mótinu. Liðið setur núna fókusinn á kanadíska kappaksturinn í næstu viku", sagði í tilkynningu liðsins í frétt á autosport.com. "Liðið kom okkur í góða stöðu og það sem gerðist var ekki gott fyrir liðið. Mér þykir leitt þeirra vegna að við misstum af forystuhlutverkinu", sagði Vettel. "Við Mark erum kappakstursmenn og vorum að keppa. Við erum fagmenn og atvikið mun ekki breyta því hvernig við vinnum saman. Við erum í frábæru liði og liðsandinn er öflugur. Ég hlakka til Kanada." Mark samsinni Vettel í tilkynningunni. "Þetta var leitt fyrir liðið þar sem við töpuðum af góðu tækifæri til að vinna. Þetta er íþrótt og svona hlutir gerast, en hefði ekki átt að gerast. Ég finn til með öllum hjá Red Bull og öllum sem koma að málinu. Við Seb munum gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Það er búið að tala nóg um þetta, málið er úr sögunni. Núna einblíni ég á mótið í Kanada", sagði Webber. Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Red Bull liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að sátt sé á milli Mark Webber og Sebastian Vettel og atvikið í tyrkneska kappakstrinum sé nú að baki. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull, Adrian Newey, hönnuður og Helmut Marko, sem er ráðgjafi hjá liðinu hittu Mark Webber og Sebastian Vettel í dag í bækistöð liðsins. Rætt var um áreksturinn á milli Webber og Vettels sem kostaði liðið mögulegan sigur í mótinu. Þeir vo´ru í fyrsta og öðru sæti þegar þeir skullu saman, er Vettel reyndi framúrakstur. "Þetta var jákvæður fundur sem bindur endi á málið sem varð í 4o hring í tyrkneska mótinu. Liðið setur núna fókusinn á kanadíska kappaksturinn í næstu viku", sagði í tilkynningu liðsins í frétt á autosport.com. "Liðið kom okkur í góða stöðu og það sem gerðist var ekki gott fyrir liðið. Mér þykir leitt þeirra vegna að við misstum af forystuhlutverkinu", sagði Vettel. "Við Mark erum kappakstursmenn og vorum að keppa. Við erum fagmenn og atvikið mun ekki breyta því hvernig við vinnum saman. Við erum í frábæru liði og liðsandinn er öflugur. Ég hlakka til Kanada." Mark samsinni Vettel í tilkynningunni. "Þetta var leitt fyrir liðið þar sem við töpuðum af góðu tækifæri til að vinna. Þetta er íþrótt og svona hlutir gerast, en hefði ekki átt að gerast. Ég finn til með öllum hjá Red Bull og öllum sem koma að málinu. Við Seb munum gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Það er búið að tala nóg um þetta, málið er úr sögunni. Núna einblíni ég á mótið í Kanada", sagði Webber.
Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira