Vettel: Keppnin verður löng og ströng 9. apríl 2011 13:50 Fremstu menn á ráslínu á morgun. Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira