Umfjöllun: Akureyri í úrslitin Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 18. apríl 2011 20:07 Bjarni Fritzson og félagar spila til úrslita. Fréttablaðið/Sævar Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira