Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum 10. ágúst 2011 10:36 Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira