Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum 5. september 2011 13:26 Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem var í Belgíu. AP mynd. Frank Augstein Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt. Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira