Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2011 08:45 Sigfús Sigurðsson. Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira