Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 Elvar Geir Magnússon á Seltjarnarnesi skrifar 24. nóvember 2011 14:25 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira