Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33 Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 24. nóvember 2011 14:20 Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira