Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-25 Kristinn Páll Teitsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:11 Mynd/daníel Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira