Kann að láta manneskju svífa 21. maí 2011 00:00 Einar einstaki. Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Af hverju fékkstu áhuga á töfrabrögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akureyri. Ég heillaðist upp úr skónum og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfrabrögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframannagildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töframenn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjulegum degi eru þetta svona 3-4 klukkustundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru náttúrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjónhverfingar töfra eða töfrabrögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. Af hverju kallar þú þig Einar einstaka? Ég vildi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akureyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtanir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaafmæli og í fyrra sýndi ég í brúðkaupi. Ég hef farið í nokkra leikskóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynntist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvernig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoðun á honum er að hann sé lifandi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðislegar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com Krakkar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Af hverju fékkstu áhuga á töfrabrögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akureyri. Ég heillaðist upp úr skónum og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfrabrögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframannagildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töframenn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjulegum degi eru þetta svona 3-4 klukkustundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru náttúrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjónhverfingar töfra eða töfrabrögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. Af hverju kallar þú þig Einar einstaka? Ég vildi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akureyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtanir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaafmæli og í fyrra sýndi ég í brúðkaupi. Ég hef farið í nokkra leikskóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynntist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvernig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoðun á honum er að hann sé lifandi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðislegar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com
Krakkar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira