Hætti myndlistarnámi og réði sig á norskan togara 27. september 2011 14:30 stundar sjómennsku Eva Bjarnadóttir tók sér frí frá myndlistarnámi og fékk pláss á norskum frystitogara. fréttablaðið/valli „Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt [email protected] ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
„Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt [email protected] ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira