Tók upp plötu heima í stofu 12. desember 2011 16:00 kaldara loftslag Ryan Karazija og Júlíus Björgvinsson eru nýkomnir heim frá Kaliforniu þar sem þeir spiluðu lög af nýju plötunni á nokkrum tónleikum. fréttablaðið/gva Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er ótrúlega ánægður með viðtökurnar,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar. Ryan er búsettur á Íslandi, en hann flutti til Reykjavíkur í september á síðasta ári þegar hann giftist íslenskri kærustu sinni. Plötunni hefur verið vel tekið, bæði hér heima og erlendis. Fyrir stuttu var lag af plötunni notað í sjónvarpsþáttunum vinsælu 90210 og í vikunni stökk platan í fyrsta sætið á tónlistarsíðunni Gogoyoko. Ryan samdi lögin eftir flutningana til Íslands, og segir þau fjalla um allt það sem viðkemur því að hefja nýtt líf á nýjum stað. Tónlistarmaðurinn bjó áður í Kaliforniu þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna með hljómsveit sinni. Stökkið var því stórt og hann syngur á hreinskilinn hátt um erfiðleika við að passa inn í samfélagið, finna vinnu og sjá fyrir fjölskyldu um kaldan íslenskan vetur. „Á sama tíma og það var erfitt að byrja upp á nýtt hérna var það líka frískandi. Mig langaði að taka upp plötu hérna en hafði áhyggjur af því að hafa engin sambönd og þekkja engan hér. Það varð til þess að ég tók plötuna upp sjálfur heima í stofu hjá mér, sem eftir á að hyggja var mikil blessun. Ég gat samið lögin og haldið hráu tilfinningunni, sem ég hefði ekki getað ef ég hefði farið í eitthvert fínt hljóðver.“ Á liðnu ári hefur Ryan komið sér vel fyrir á Íslandi og segist elska að búa í Reykjavík, stærðin og andrúmsloftið sé frábært. Hann hefur kynnst íslensku tónlistarsenunni betur og fann sér vinnu, sem veldur því reyndar að hann hefur minni tíma til þess að semja tónlist því hann vinnur vaktavinnu, bæði á næturnar og daginn. „Það er samt ekki endilega slæmt. Ég held að ég hafi haft of mikinn tíma áður. Núna kann ég betur að meta frítímann og nýti hann svo miklu betur,“ segir Ryan sem hefur ekki í hyggju að flytja frá Íslandi í bráð. „Ekki á meðan þið viljið enn hafa mig.“ Útgáfutónleikar Low Roar verða haldnir á Kex Hostel 28. desember næstkomandi. [email protected] Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er ótrúlega ánægður með viðtökurnar,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar. Ryan er búsettur á Íslandi, en hann flutti til Reykjavíkur í september á síðasta ári þegar hann giftist íslenskri kærustu sinni. Plötunni hefur verið vel tekið, bæði hér heima og erlendis. Fyrir stuttu var lag af plötunni notað í sjónvarpsþáttunum vinsælu 90210 og í vikunni stökk platan í fyrsta sætið á tónlistarsíðunni Gogoyoko. Ryan samdi lögin eftir flutningana til Íslands, og segir þau fjalla um allt það sem viðkemur því að hefja nýtt líf á nýjum stað. Tónlistarmaðurinn bjó áður í Kaliforniu þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna með hljómsveit sinni. Stökkið var því stórt og hann syngur á hreinskilinn hátt um erfiðleika við að passa inn í samfélagið, finna vinnu og sjá fyrir fjölskyldu um kaldan íslenskan vetur. „Á sama tíma og það var erfitt að byrja upp á nýtt hérna var það líka frískandi. Mig langaði að taka upp plötu hérna en hafði áhyggjur af því að hafa engin sambönd og þekkja engan hér. Það varð til þess að ég tók plötuna upp sjálfur heima í stofu hjá mér, sem eftir á að hyggja var mikil blessun. Ég gat samið lögin og haldið hráu tilfinningunni, sem ég hefði ekki getað ef ég hefði farið í eitthvert fínt hljóðver.“ Á liðnu ári hefur Ryan komið sér vel fyrir á Íslandi og segist elska að búa í Reykjavík, stærðin og andrúmsloftið sé frábært. Hann hefur kynnst íslensku tónlistarsenunni betur og fann sér vinnu, sem veldur því reyndar að hann hefur minni tíma til þess að semja tónlist því hann vinnur vaktavinnu, bæði á næturnar og daginn. „Það er samt ekki endilega slæmt. Ég held að ég hafi haft of mikinn tíma áður. Núna kann ég betur að meta frítímann og nýti hann svo miklu betur,“ segir Ryan sem hefur ekki í hyggju að flytja frá Íslandi í bráð. „Ekki á meðan þið viljið enn hafa mig.“ Útgáfutónleikar Low Roar verða haldnir á Kex Hostel 28. desember næstkomandi. [email protected]
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira