Steingrímur: Mistök áttu sér stað í salt-málinu 17. janúar 2012 18:57 Það er ævintýri líkast að notkun iðnaðarsalts í mætvæli skuli hafa átt sér stað fyrir allra augum í á annan áratug. Þetta sagði efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag en hann telur að eftirlitið hafi þurft að standa sig miklu betur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, var á Alþingi inntur eftir viðbrögðum við því að iðnaðarsalt hafi verið notað í matvælaframleiðslu um árabil hér á landi í meira en áratug. Ráðherrann sagði málið sýna að mikilvægt væri að bæta upplýsingagjöf. „Hún hefur ekki verið í lagi. Það er alveg ljóst. Það áttu sér stað mistök í meðferð þess máls og ég hef sjálfur sagt það að ég hef talið að það væri misráðið að heimila að nota þær birgðir sem að enn voru til staðar þegar upp komst. Það verða tekin sýni úr þessu salti og allt gert sem hægt er til að upplýsa það hvað hafi átt sér stað. Auðvitað er það ævintýri líkast að þessi notkun skuli hafa átt sér stað framan við allra augu í á annan áratug," sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Þingmenn bentu á að eftirliti hefði verið ábótavant og það ekki í fyrsta sinn. Stutt er síðan að of mikið kadíum fannst í áburði en engu að síður var sala hans ekki stöðvuð. „Eftirlitið hefði þurft að standa sig þarna að sjálfsögðu miklu betur. Það þarf að huga að því hvernig það vinnur saman. Það er ljóst að það voru hnökrar í samskiptum Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í þessu máli, það er ljóst og þá þarf að taka á því," sagði Steingrímur. Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Það er ævintýri líkast að notkun iðnaðarsalts í mætvæli skuli hafa átt sér stað fyrir allra augum í á annan áratug. Þetta sagði efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag en hann telur að eftirlitið hafi þurft að standa sig miklu betur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, var á Alþingi inntur eftir viðbrögðum við því að iðnaðarsalt hafi verið notað í matvælaframleiðslu um árabil hér á landi í meira en áratug. Ráðherrann sagði málið sýna að mikilvægt væri að bæta upplýsingagjöf. „Hún hefur ekki verið í lagi. Það er alveg ljóst. Það áttu sér stað mistök í meðferð þess máls og ég hef sjálfur sagt það að ég hef talið að það væri misráðið að heimila að nota þær birgðir sem að enn voru til staðar þegar upp komst. Það verða tekin sýni úr þessu salti og allt gert sem hægt er til að upplýsa það hvað hafi átt sér stað. Auðvitað er það ævintýri líkast að þessi notkun skuli hafa átt sér stað framan við allra augu í á annan áratug," sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Þingmenn bentu á að eftirliti hefði verið ábótavant og það ekki í fyrsta sinn. Stutt er síðan að of mikið kadíum fannst í áburði en engu að síður var sala hans ekki stöðvuð. „Eftirlitið hefði þurft að standa sig þarna að sjálfsögðu miklu betur. Það þarf að huga að því hvernig það vinnur saman. Það er ljóst að það voru hnökrar í samskiptum Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í þessu máli, það er ljóst og þá þarf að taka á því," sagði Steingrímur.
Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira