Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Noregur 34-34 Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 3. apríl 2012 14:39 Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Leikur íslenska liðsins var ekki ýkja merkilegur en leikmenn virtust hreinlega ekki nenna að spila gegn B-liði Noregs sem barðist hatrammlega. Ísland lenti þrem mörkum undir í síðari hálfleik en strákarnir rifa sig upp á lokamínútunum og komust yfir. Misstu svo forskotið aftur niður og urðu að sætta sig við jafntefli sem er hörmuleg niðurstaða. Sóknarleikurinn var góður hjá íslenska liðinu en varnarleikurinn skelfilegur og hugarfarið augljóslega engan veginn í lagi. Vonandi er ástæðan fyrir þessum slæma leik að strákarnir séu með hugann við næstu helgi en þeir fengu áminningu í kvöld sem þeir verða að taka alvarlega. Ef þeir mæta ekki rétt stemmdir gegn Síle og Japan gætu Ólympíudraumurinn dáið. Snorri: Hefðum getað skorað 40 mörkmynd/valliSnorri Steinn Guðjónsson gat séð ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld þó svo hann hafi verið í heildina mjög slakur af hálfu íslenska liðsins. Snorri var einn af fáum mönnum í íslenska liðinu sem lék af einhverjum krafti. "Mér fannst þetta kannski ekki skelfilegt en við vorum svo sannarlega ekkert frábærir. Við skoruðum 34 mörk sem var gott og áttum að vinna leikinn. Varnarleikurinn var eðlilega alls ekkert nógu góður," sagði Snorri Steinn og bætti við að liðið viti vel að það getur mun betur. "Mér fannst góðir punktar í sóknarleiknum og kerfi sem við vorum búnir að æfa voru að ganga vel. Við gerðum auðvitað allt of mörg mistök og klúðrum einnig dauðafærum. Við hefðum hæglega getað skorað 40 mörk. "Þetta er lýsandi fyrir okkur. Erum oft lengi í gang í varnarleiknum og það er klárlega eitthvað sem þarf að laga fyrir fyrsta leik á föstudaginn," sagði Snorri en finnst honum erfitt að rífa sig upp fyrir leiki gegn fyrir fram lakari andstæðingi? "Alls ekki. Mér finnst það ekki vera en ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Það eru samt allir meðvitaðir hvað er í húfi um næstu helgi og mér finnst menn hafa verið mjög einbeittir á æfingum og ég trúi því að við verðum klárir þegar við komum út." Ólafur: Verðum að strika þennan leik útmynd/valliÓlafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. "Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur. "Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag. "Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag." Arnór: Erum með hugann við næstu helgimynd/valli"Auðvitað nennir maður alltaf að spila landsleik og sérstaklega hérna í Höllinni. Það má samt ekki gleyma því að við höfum verið með hugann við næstu helgi í svolítið langan tíma," sagði Arnór Atlason aðspurður um hvort liðið hefði ekki verið að nenna því að spila í kvöld. "Allt tímabilið höfum við hugsað um páskahelgina og það situr kannski í hausnum á mönnum að komast þangað óskaddaðir. Auðvitað eigum við samt ekki að spila svona hræðilegan leik. Það voru margir langt undir pari og þar á meðal ég," sagði Arnór en hann fagnar hverri mínútu á vellinum enda að jafna sig af meiðslum. "Við nýttum leikinn vel að því leyti að við prófuðum hluti í vörn og sókn sem við höfum verið að æfa. Við verðum samt að vera í miklu betri gír um næstu helgi. "Leikirnir gegn Síle og Japan eru stórhættulegir og sérstaklega fyrir okkur. Öll önnur lið sem eru í sama klassa og við myndu vinna slíka leiki örugglega en við eigum það til að detta niður í slíkum leikjum. "Við vitum hvað við getum dottið niður og þess vegna verðum við að vera algerlega á tánum til þess að klára þetta. Þetta er svo ótrúlega stórt tækifæri að við getum ekki leyft okkur neina vitleysu." Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Leikur íslenska liðsins var ekki ýkja merkilegur en leikmenn virtust hreinlega ekki nenna að spila gegn B-liði Noregs sem barðist hatrammlega. Ísland lenti þrem mörkum undir í síðari hálfleik en strákarnir rifa sig upp á lokamínútunum og komust yfir. Misstu svo forskotið aftur niður og urðu að sætta sig við jafntefli sem er hörmuleg niðurstaða. Sóknarleikurinn var góður hjá íslenska liðinu en varnarleikurinn skelfilegur og hugarfarið augljóslega engan veginn í lagi. Vonandi er ástæðan fyrir þessum slæma leik að strákarnir séu með hugann við næstu helgi en þeir fengu áminningu í kvöld sem þeir verða að taka alvarlega. Ef þeir mæta ekki rétt stemmdir gegn Síle og Japan gætu Ólympíudraumurinn dáið. Snorri: Hefðum getað skorað 40 mörkmynd/valliSnorri Steinn Guðjónsson gat séð ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld þó svo hann hafi verið í heildina mjög slakur af hálfu íslenska liðsins. Snorri var einn af fáum mönnum í íslenska liðinu sem lék af einhverjum krafti. "Mér fannst þetta kannski ekki skelfilegt en við vorum svo sannarlega ekkert frábærir. Við skoruðum 34 mörk sem var gott og áttum að vinna leikinn. Varnarleikurinn var eðlilega alls ekkert nógu góður," sagði Snorri Steinn og bætti við að liðið viti vel að það getur mun betur. "Mér fannst góðir punktar í sóknarleiknum og kerfi sem við vorum búnir að æfa voru að ganga vel. Við gerðum auðvitað allt of mörg mistök og klúðrum einnig dauðafærum. Við hefðum hæglega getað skorað 40 mörk. "Þetta er lýsandi fyrir okkur. Erum oft lengi í gang í varnarleiknum og það er klárlega eitthvað sem þarf að laga fyrir fyrsta leik á föstudaginn," sagði Snorri en finnst honum erfitt að rífa sig upp fyrir leiki gegn fyrir fram lakari andstæðingi? "Alls ekki. Mér finnst það ekki vera en ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Það eru samt allir meðvitaðir hvað er í húfi um næstu helgi og mér finnst menn hafa verið mjög einbeittir á æfingum og ég trúi því að við verðum klárir þegar við komum út." Ólafur: Verðum að strika þennan leik útmynd/valliÓlafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. "Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur. "Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag. "Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag." Arnór: Erum með hugann við næstu helgimynd/valli"Auðvitað nennir maður alltaf að spila landsleik og sérstaklega hérna í Höllinni. Það má samt ekki gleyma því að við höfum verið með hugann við næstu helgi í svolítið langan tíma," sagði Arnór Atlason aðspurður um hvort liðið hefði ekki verið að nenna því að spila í kvöld. "Allt tímabilið höfum við hugsað um páskahelgina og það situr kannski í hausnum á mönnum að komast þangað óskaddaðir. Auðvitað eigum við samt ekki að spila svona hræðilegan leik. Það voru margir langt undir pari og þar á meðal ég," sagði Arnór en hann fagnar hverri mínútu á vellinum enda að jafna sig af meiðslum. "Við nýttum leikinn vel að því leyti að við prófuðum hluti í vörn og sókn sem við höfum verið að æfa. Við verðum samt að vera í miklu betri gír um næstu helgi. "Leikirnir gegn Síle og Japan eru stórhættulegir og sérstaklega fyrir okkur. Öll önnur lið sem eru í sama klassa og við myndu vinna slíka leiki örugglega en við eigum það til að detta niður í slíkum leikjum. "Við vitum hvað við getum dottið niður og þess vegna verðum við að vera algerlega á tánum til þess að klára þetta. Þetta er svo ótrúlega stórt tækifæri að við getum ekki leyft okkur neina vitleysu."
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira