Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 17. apríl 2012 18:30 FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. FH-ingar voru miklu sterkari til að byrja með og stjórnuðu algjörlega leiknum. Sóknarleikur þeirra var markviss og vel framkvæmdur á meðan Akureyringar voru með flugþreytu og lítið sem ekkert gekk upp hjá norðanmönnum. Fljótlega voru FH komnir með fimm marka forystu 10-5 og Akureyringar tóku þá leikhlé. Eftir að Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hafði messað yfir sínum mönnum kom allt annað lið til baka. Akureyri fór að spila sem lið og varnarleikur þeirra varð sterkari. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og að lokum var staðan orðin jöfn 12-12 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og í fyrri og komust fljótlega þremur mörkum yfir. Akureyringar gefast aldrei upp og héldu áfram að berjast. Það leið ekki að löngu þangað til að þeir höfðu jafnað. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar stutt var eftir var staðan 21-18 fyrir FH og þeir með pálmann í höndunum. Akureyringar neituðu að gefast upp og spiluðu gríðarlega skynsamlega á lokasprettinum. Gestirnir náðu að jafna metin 22-22 þegar tíu sekúndur voru eftir. Því þurfti að framlengja leikinn. FH var skrefinu á undan í framlengingunni og unnu að lokum frábæran sigur 26-25. Leikurinn í kvöld er vonandi forsmekkurinn sem koma skal í þessu einvígi en hann hafði allt sem góður handboltaleikur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsti leikur fer fyrir norðan en Akureyringar mega ekki missa Íslandsmeistarana í 2-0 í einvíginu, líkt og gerðist fyrir ári síðan þegar þessi lið mættust í úrslitum . Atli: Áttum fínan möguleika í framlengingunniMynd/Óskar Andri„Ég er bara hundsvekktur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið í kvöld. „Þetta var bara jafn leikur og verður án efa frábært einvígi. Við lendum fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum og ég var rosalega ánægður með hvað strákarnir komu snöggt til baka". „Við áttum fínan séns í framlengingunni þegar við vorum einum fleiri en náðum að klúðra því. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfumst aldrei upp í kvöld." Einar Andri: Frábær auglýsing fyrir handboltannMynd/Óskar Andri„Þetta var frábær handboltaleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og góð auglýsing fyrir íþróttina," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, einnig er ég gríðarlega ánægður með stemmninguna í húsinu. Leikurinn var sveiflukenndur en við komust oft yfir en þeir komu alltaf til baka, þetta var bara stál í stál á tímabili." „Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum og menn börðust gríðarlega. Þetta er samt rétt að byrja og langt frá því að vera komið hjá okkur. Við ætlum okkur líka að vinna næst leik og komast í lykilstöðu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan. Örn Ingi: Þetta eru skemmtilegustu sigrarnirMynd/Óskar Andri„Þetta var gífurlega gaman," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að vinna svona leik eftir framlengingu og gott veganesti í næsta leik." „Við byrjuðum gífurlega vel og vorum í hörkustuði lengst framan af en síðan komast þeir einhvernvegin á sporið og ná að saxa á okkur með hraðaupphlaupum. Við hleyptum þeim aldrei framúr okkur og héldum bara í okkar leik, að lokum uppskárum við sigur." „Þetta er bara rétt að byrja en það væri frábært að komast í 2-0 í einvíginu eftir næsta leik og það er það sem við ætlum að gera."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að smella hér. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. FH-ingar voru miklu sterkari til að byrja með og stjórnuðu algjörlega leiknum. Sóknarleikur þeirra var markviss og vel framkvæmdur á meðan Akureyringar voru með flugþreytu og lítið sem ekkert gekk upp hjá norðanmönnum. Fljótlega voru FH komnir með fimm marka forystu 10-5 og Akureyringar tóku þá leikhlé. Eftir að Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hafði messað yfir sínum mönnum kom allt annað lið til baka. Akureyri fór að spila sem lið og varnarleikur þeirra varð sterkari. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og að lokum var staðan orðin jöfn 12-12 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og í fyrri og komust fljótlega þremur mörkum yfir. Akureyringar gefast aldrei upp og héldu áfram að berjast. Það leið ekki að löngu þangað til að þeir höfðu jafnað. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar stutt var eftir var staðan 21-18 fyrir FH og þeir með pálmann í höndunum. Akureyringar neituðu að gefast upp og spiluðu gríðarlega skynsamlega á lokasprettinum. Gestirnir náðu að jafna metin 22-22 þegar tíu sekúndur voru eftir. Því þurfti að framlengja leikinn. FH var skrefinu á undan í framlengingunni og unnu að lokum frábæran sigur 26-25. Leikurinn í kvöld er vonandi forsmekkurinn sem koma skal í þessu einvígi en hann hafði allt sem góður handboltaleikur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsti leikur fer fyrir norðan en Akureyringar mega ekki missa Íslandsmeistarana í 2-0 í einvíginu, líkt og gerðist fyrir ári síðan þegar þessi lið mættust í úrslitum . Atli: Áttum fínan möguleika í framlengingunniMynd/Óskar Andri„Ég er bara hundsvekktur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið í kvöld. „Þetta var bara jafn leikur og verður án efa frábært einvígi. Við lendum fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum og ég var rosalega ánægður með hvað strákarnir komu snöggt til baka". „Við áttum fínan séns í framlengingunni þegar við vorum einum fleiri en náðum að klúðra því. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfumst aldrei upp í kvöld." Einar Andri: Frábær auglýsing fyrir handboltannMynd/Óskar Andri„Þetta var frábær handboltaleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og góð auglýsing fyrir íþróttina," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, einnig er ég gríðarlega ánægður með stemmninguna í húsinu. Leikurinn var sveiflukenndur en við komust oft yfir en þeir komu alltaf til baka, þetta var bara stál í stál á tímabili." „Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum og menn börðust gríðarlega. Þetta er samt rétt að byrja og langt frá því að vera komið hjá okkur. Við ætlum okkur líka að vinna næst leik og komast í lykilstöðu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan. Örn Ingi: Þetta eru skemmtilegustu sigrarnirMynd/Óskar Andri„Þetta var gífurlega gaman," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að vinna svona leik eftir framlengingu og gott veganesti í næsta leik." „Við byrjuðum gífurlega vel og vorum í hörkustuði lengst framan af en síðan komast þeir einhvernvegin á sporið og ná að saxa á okkur með hraðaupphlaupum. Við hleyptum þeim aldrei framúr okkur og héldum bara í okkar leik, að lokum uppskárum við sigur." „Þetta er bara rétt að byrja en það væri frábært að komast í 2-0 í einvíginu eftir næsta leik og það er það sem við ætlum að gera."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að smella hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira