Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 18. júlí 2012 19:15 Kovalainen er ekki alveg nógu ánægður með hversu litlar framfarirnar hafa verið hjá Caterham. nordicphotos/afp Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira