Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah 2. október 2012 14:01 Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira