Retro Stefson og Ásgeir Trausti tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunna 3. desember 2012 14:00 Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp